IMG_0289.jpg
 
 
MIOS-LFTBIF-bodoni-gray2.png
 
 

Fyrirtækið

MIOS - ráðgjöf sérhæfir sig í mannauðsmálum og innleiðingu gæðakerfa. Starfsfólk MIOS hefur víðtæka reynslu af því að þjónusta fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðli ásamt sérhæfðum verkefnum sem snúa að mannauðsmálum.

 

 

MIOS hefur unnið fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja, opinberra aðilla, sveitafélaga og einstaklinga.  Reynsla okkar er að með skýrri stefnu í mannauðsmálum ná fyrirtæki betri árangri og viðhalda samkeppnisforskoti sínu.
 

IMG_9034.JPG

Þjónusta

 

Bakhjarl í mannauðsmálum
Við bjóðum upp á þjónustu mannauðsstjóra til fyrirtækja sem vilja nýta sér fagþekkingu og aukin stuðning í mannauðs-verkefnum.  Tími og umfang verkefna eru sérsniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig.

                                                                                                                                                                                                                                                                                            
Innleiðing gæða- og öryggisstjórnunarkerfa

Við höfum sérhæfingu í innleiðingu gæða- og öryggisstjórnunarkerfa. Aukin áhersla hefur verið lögð á innleiðingu Jafnlaunakerfis hjá fyrirtækjum í ljósi lagasetningar en okkar áhersla er að nálgast verkefnin útfrá stöðu og þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig með þeim hætti að innleiðing verði farsæl.  

 

 

Fræðslustjóri að láni
MIOS-ráðgjöf starfar með öllum þeim starfsmenntasjóðunum sem heyra undir Áttina (attin.is) að verkefninu “fræðslustjóri að láni”. Verkefnið gengur útá að greina fræðsluþörf innan fyrirtækja og í kjölfarið að móta fræðsluáætlun á grundvelli þarfagreiningar fræðslu sem nær til allra sviða fyrirtækis eða stofnunnar.


Ráðgjöf og þjónusta
Ráðgjöf okkar og þjónusta byggir á áratuga reynslu og fagþekkingu.  Við veitum ráðgjöf og styðjum stjórnendur í ákvörðunum sem snúa að mannauðsmálum. Innri samskipti, breytingastjórnun, fræðslumál, frammistöðustjórnun, uppbygging stjórnendateyma og stefnumótun eru dæmi um þau verkefni sem við vinnum að í samvinnu við stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnanna.

Fólkið okkar

Vöxtur - Bergþór -4.jpeg

Bergþór
Þormóðsson

bergthor@mios.is
774-4414

2211774529-IrisBergthorsdottirBW.jpeg

Íris Ösp
Bergþórsdóttir

iris@mios.is
776-2222

Bergþór er stofnandi, framkvæmdastjóri og annar eigandi MIOS- ráðgjafar. Bergþór er með BSc. gráðu í rafmagnstæknifræði frá Tækniháskólanum í Árósum Danmörku.  Hann stundaði meistaranám við Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun auk þess sem hann lauk námi í rekstrarfræði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.  Bergþór lauk prófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands í innleiðingu og vottun jafnlaunakerfa.


Bergþór hefur starfað í rúm 6 ár sem sérfræðingur og úttektarmaður hjá BSI á Íslandi ehf. Hann starfaði um árabil hjá verktakafyrirtækinu Ístak sem öryggis- og umhverfisstjóri.  Hann starfaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem stjórnandi og verkefnastjóri sameiningar veitustofnanna Reykjavíkur, nú Orkuveita Reykjavíkur. Bergþór hefur komið að fjölda verkefna er tengjast breytingastjórnun auk þess sem hann var meðhöfundur að Frammistöðumatskerfi sem tekið var upp af Orkuveitu Reykjavíkur og nokkrum stofnunum Reykjavíkur. Hann er sérfræðingu í CE merkingu véla og tækja.
 

Íris er stofnandi og annar eigandi MIOS-ráðgjafar.  Íris er með BS. gráðu í sálfræði og MS. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, gráðu í Stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Coach University. Þá er Íris að ljúka doktorsnámi frá Háskóla Íslands og UCSB Santa Barbara.


Íris hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum og stjórnunarráðgjöf. Hefur hún áður sinnt mannauðsmálum hjá CCP og Íslandsbanka auk þess að sinna kennslu við Háskóla Íslands á sviði vinnusálfræði. Þá kennir hún reglulega hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún býr yfir mikilli reynslu af stefnumótun, stjórnendamarkþjálfun, mótun og innleiðingu frammistöðumatskerfa og framkvæmd og úrvinnslu vinnustaðagreininga.
Íris hefur haldið fjölda erinda á sviði mannauðsstjórnunar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Þá hefur hún umfangsmikla reynslu af því að leiða vinnustofur og stóra sem smáa stefnumótunarfundi.